Ferlið – Svona virkar það
Ferlið
​​​​​
Veldu hönnun
Þú byrjar á að ákveða hvort þú viljir einfalda filmu eða sérsniðna grafík.
​​
Skilgreindu stærðir og glugga
Settu inn nákvæmar stærðir og fjölda glugga. Tilgreindu einnig hversu mikið bil á að vera við brúnir – algengast er 0,5 cm, en það má auðvitað vera meira ef þess er óskað.
​​
Sendu myndir ef þarf
Ef gluggarnir eru í röð og þú vilt að munstrið haldi flæðinu milli þeirra, er gott að senda mynd af gluggunum saman. Það tryggir að hönnunin passi nákvæmlega.
​​​​​​
​​
Við búum til uppsetningarskjal
Þegar allar upplýsingar liggja fyrir, búum við til skjal sem sýnir hvernig lokaniðurstaðan mun líta út. Þú færð að skoða og samþykkja áður en við höldum afram
.
​​​
​​
Staðfesting og mælingar
Þegar þú hefur samþykkt hönnunina, komum við á staðinn og mælum aftur til að tryggja að allt passi nákvæmlega.
.
​
Framleiðsla og undirbúningur
Við sendum hönnunina í skurð og plokkun, og undirbúum filmurnar fyrir uppsetningu..
- Uppsetning eða heimsending
- Ef óskað er eftir uppsetningu, sjáum við um að koma á staðinn og setja upp filmurnar fyrir þig – faglega og vandlega.
Ef þú vilt setja þær upp sjálfur, þá er mikilvægt að taka það fram í pöntunarferlinu. Í því tilfelli keyrum við filmurnar heim að dyrum og þú færð þær tilbúnar til uppsetningar.
​
(ATH miðast við inn á Akureyri)
.png)